Enski boltinn

Mbia til QPR | Tólfti leikmaðurinn í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Stephane Mbia er genginn í raðir QPR og er þar með orðinn tólfti leikmaðurinn sem félagið kaupir nú í sumar. Hann gerði tveggja ára samning við félagið.

„Það hefur alltaf verið draumur minn að spila í ensku úrvalsdeildinni sem ég tel að sé sú besta í heimi," sagði Mbia sem er 26 ára varnar- og miðjumaður. Hann kemur frá Marseille þar sem hann hefur verið síðan 2009.

Fyrr í kvöld var svo staðfest að Joey Barton yrði lánaður til Marseille til loka tímabilins.

QPR hefur fengið alls tólf leikmenn í sumar. Þeirra á meðal má nefna Andy Johnson, Park Ji-Sung, Junior Hoilett, Jose Bosingwa, Julio Cesar og Esteban Granero.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×