Enski boltinn

Bendtner lánaður til Juventus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner er genginn til liðs við Juventus á eins árs lánssamningi frá Arsenal.

Bendtner er 24 ára gamall og var í láni hjá Sunderland á síðustu leiktíð. Juventus á svo kost á að kaupa kappann í lok tímabilsins.

Bendtner kom við sögu í 29 úrvalsdeildarleikjum með Sunderland á síðustu leiktíð og skoraði í þeim átta mörk. Hann er uppalinn hjá Arsenal en átti erfitt með að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu.

Annar sóknarmaður hjá Arsenal, Park Chu-Young, var fyrr í dag lánaður til Celta de Vigo á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×