Erlent

Dularfullu geimfari skotið á braut um jörðu í þriðja sinn

Bandaríski flugherinn og NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna hafa sent hið dularfulla geimfar X-37B á braut um jörðu í þriðja sinn. Geimfarinu var skotið á loft frá Flórída í gærkvöldi.

Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu geimfari, sem er ómannað, og ekki er vitað hvaða tilgangi það þjónar. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa hingað til neitað að gefa nokkrar upplýsingar um geimfarið.

Helst er talið að geimfarið eigi að prófa gervihnetti sem notaðir eru til að ráðast á og eyðileggja aðra gervihnetti.

Síðast þegar X-37B var skotið á braut um jörð var geimfarið 469 daga í för sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×