Erlent

Leita að pari í Köben: "Er rétt gengið frá pakkanum?"

Sprengjusérfræðingar lögreglunnar á vettvangi í dag.
Sprengjusérfræðingar lögreglunnar á vettvangi í dag. Mynd/Politiken
Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar nú að konu og karli sem sáust um borð í lest á Hovedbanen, aðaljárnbrautastöð borgarinnar, sem var á leið til Svíþjóðar í morgun en í lestinni fannst dularfullur pakki.

Að sögn lögreglunnar hittist parið á brautarpallinum og fóru saman inn í lestina. Þegar þangað var komið á konan að hafa sagt við maninn, mjög stressuð: „Er rétt gengið frá pakkanum?" Þau fóru svo bæði frá borði áður en lestin fór af stað - og skildu pakkann eftir.

Sprengjusérfræðingar lögreglunnar eru nú að rannsaka pakkann, en lögreglan hefur girt af stórt svæði í kringum lestina á meðan rannsókn stendur yfir.

Lestarsamgöngur í Kaupmannahöfn liggja niðri vegna þessa en ekki er vitað á þessari stundu hvenær það kemst aftur í gang.

Politiken greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×