Erlent

Tala látinna komin yfir þúsund

Fellibylurinn lagði mörg hverfi í rúst.
Fellibylurinn lagði mörg hverfi í rúst. Mynd/AFP
Yfirvöld á Filippseyjum segja að tala látinna sé komin yfir þúsund eftir að fellibylurinn Bopha gekk yfir suðurhluta landsins í byrjun mánaðarins. Búist er við að tala látinna muni hækka enn frekar á næstu dögum því yfir 850 er saknað. Margir þeirra sem er saknað eru sjómenn sem voru á sjó áður en óveðrið skall á. Yfir 27 þúsund manns dvelja enn í neyðarskýlum eftir að hafa misst heimili sín en gríðarlegt eignartjón varð eftir fellibylinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×