Fanndís Friðriksdóttir: Ég hélt að flugmaðurinn ætlaði inn í markið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 21:40 Fanndís og félagar unnu í kvöld sinn fyrsta bikarsigur síðan sumarið 2009. Mynd / Stefán „Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Blikar unnu ótrúlegan 9-8 sigur á ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í Eyjum í kvöld. Á sama tíma og leikurinn fór fram var setningarathöfn árlegs Shell-móts í Eyjum í gangi sem setti svip sinn á leikinn. „Leikurinn byrjaði á flugeldasýningu og lauk með listflugi yfir vellinum. Maður hélt á tímabili að flugvélin væri á leiðinni inn í markið. Ég er ekki að grínast. En þetta var mjög flott hjá flugmanninum, hann má eiga það," sagði Fanndís hlæjandi og viðurkenndi að erfitt hafi verið að halda einbeitingu á meðan öllu þessu stóð í námunda við Hásteinsvöll. „Ég hugsa að þetta sé skrýtnasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," segir Fanndís sem skoraði tvívegis í leiknum. Fanndís kom Blikum í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Eyjakonur jöfnuðu í viðbótartíma. Fanndís var aftur á ferðinni seint í framlengingunni og kom Blikum í 4-3 og útlitið gott. Manni færri tók varamaðurinn eldfljóti Shaneka Gordon til sinna ráða og skoraði jöfnunarmark Eyjamanna og sendi leikinn í vítaspyrnukeppni. „Ég skil ekki af hverju hún (Gordon) var ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Hún spændi upp vörnina okkar hægri vinstri og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Hún var algjör yfirburðarmaður og jafnaði metin upp á sitt einsdæmi," sagði Fanndís um Jamaíkakonuna sem kom inn á í síðari hálfleik. Fanndís var á leið í Herjólf á leið á fast land þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið. Fanndís á ættir að rekja til Eyja en faðir hennar, landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Friðrik Friðriksson, er úr Eyjum. „Ég kann mjög vel við mig í Eyjum. Það er alltaf smá ÍBV-maður í mér en nú er ég búin að koma hingað tvisvar í sumar og fara heim með sigur. Það er örugglega ekkert vel séð að ég fari heim með sigur en ég er kampakát með þetta," sagði fyrirliði Blika. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Sjá meira
„Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Blikar unnu ótrúlegan 9-8 sigur á ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í Eyjum í kvöld. Á sama tíma og leikurinn fór fram var setningarathöfn árlegs Shell-móts í Eyjum í gangi sem setti svip sinn á leikinn. „Leikurinn byrjaði á flugeldasýningu og lauk með listflugi yfir vellinum. Maður hélt á tímabili að flugvélin væri á leiðinni inn í markið. Ég er ekki að grínast. En þetta var mjög flott hjá flugmanninum, hann má eiga það," sagði Fanndís hlæjandi og viðurkenndi að erfitt hafi verið að halda einbeitingu á meðan öllu þessu stóð í námunda við Hásteinsvöll. „Ég hugsa að þetta sé skrýtnasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," segir Fanndís sem skoraði tvívegis í leiknum. Fanndís kom Blikum í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Eyjakonur jöfnuðu í viðbótartíma. Fanndís var aftur á ferðinni seint í framlengingunni og kom Blikum í 4-3 og útlitið gott. Manni færri tók varamaðurinn eldfljóti Shaneka Gordon til sinna ráða og skoraði jöfnunarmark Eyjamanna og sendi leikinn í vítaspyrnukeppni. „Ég skil ekki af hverju hún (Gordon) var ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Hún spændi upp vörnina okkar hægri vinstri og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Hún var algjör yfirburðarmaður og jafnaði metin upp á sitt einsdæmi," sagði Fanndís um Jamaíkakonuna sem kom inn á í síðari hálfleik. Fanndís var á leið í Herjólf á leið á fast land þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið. Fanndís á ættir að rekja til Eyja en faðir hennar, landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Friðrik Friðriksson, er úr Eyjum. „Ég kann mjög vel við mig í Eyjum. Það er alltaf smá ÍBV-maður í mér en nú er ég búin að koma hingað tvisvar í sumar og fara heim með sigur. Það er örugglega ekkert vel séð að ég fari heim með sigur en ég er kampakát með þetta," sagði fyrirliði Blika.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Sjá meira
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45
Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46