Spánverjinn David Silva hjá Man. City virðist vera léttur á því og hann greinilega rígheldur í gömlu, góðu hrekkina.
Fyrir leik Man. City og Liverpool brá Silva á leik við sjúkraþjálfara liðsins.
Hann gróf djúpt í bókina og ákvað að stríða sjúkraþjálfara liðsins með því að pikka í öxlina öfugu megin. Að sjálfsögðu gekk sjúkraþjálfarinn í gildruna.
Silva fær stóran plús fyrir að halda í þessa klassík sem má sjá hér að ofan.
