Erlent

Malcolm Walker forstjóri Iceland gengur á Suðurpólinn

Malcolm Walker forstjóri Iceland verslunarkeðjunnar og einn af eigendum Iceland á Íslandi er nú á leið gangandi á Suðurpólinn.

Ferð hans á pólinn er í tilefni af því að 42 ár eru síðan Iceland opnaði fyrstu verslun sína í Bretlandi. Einnig mun Walker safna áheitum til breskra samtaka sem berjast gegn Alzheimer og samtaka hermanna sem særst hafa í stríðsátökum.

Walker, sem orðinn er 66 ára gamall, lagði upp í göngu sína þann 19. nóvember s.l. en alls mun hann ganga um 220 kílómetra yfir suðurskautsísinn þar til hann kemur á Suðurpólinn. Með honum í för eru þrír hermenn sem allir særðust í bardögum í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×