Erlent

Uppreisnarmenn fá víðtækan stuðning

Mæðgur í borginni Aleppo bera eignir sínar á höfðinu eftir að heimili þeirra eyðilagðist í átökum uppreisnarmanna og stjórnarhersins.
Mæðgur í borginni Aleppo bera eignir sínar á höfðinu eftir að heimili þeirra eyðilagðist í átökum uppreisnarmanna og stjórnarhersins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Meira en hundrað ríki, þar á meðal Bandaríkin og öll Norðurlöndin, hafa viðurkennt nýtt bandalag sýrlenskra stjórnarandstæðinga. Jafnframt var á ráðstefnu „Vina Sýrlands“, sem haldin er í Marokkó, rætt um að útvega uppreisnarmönnum í Sýrlandi frekari mannúðaraðstoð, og hugsanlega jafnvel hernaðaraðstoð.

Stjórnarandstaðan í Sýrlandi hefur skipst í marga hópa sem hafa átt erfitt með að starfa saman. Hart hefur verið lagt að þessum hópum að koma sér saman um forystu, sem gæti orðið fulltrúi uppreisnaraflanna út á við.

Litlar líkur þykja þó á að Bandaríkin og fleiri vestræn ríki geti hugsað sér að útvega uppreisnarmönnum vopn, ekki síst vegna þess að hryðjuverkasamtök hafa tekið þátt í baráttunni gegn Assad og gætu komist til valda að honum föllnum.

Bandaríkin hafa þó hótað að gera árásir á stjórnarher Assads láti hann verða af því að beita efnavopnum í átökunum við uppreisnarmenn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×