Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2012 16:30 Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi. „Ef við horfum til baka á leikina við Japan og Svartfjallaland þá eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá liðið gera betur og einkum þegar við erum að byggja upp sóknirnar. Við vorum að tapa boltunum of mikið og við þurfum líka að gera betur þegar við vinnum boltann. Ég var í heildina nokkuð sáttur með varnarleikinn en við þurfum að gera betur þegar við erum með boltann," sagði Lars Lagerbäck. „Þetta er nokkuð ungur og reynslulítill hópur ef við miðum við það hvernig landslið eru vanaleg uppbyggð. Ef við tökum leikmann eins og Kolbein þá hefur hann þegar náð sér í mikla reynslu. Ég óttast það ekki að leikmennirnir eru ungir og með fáa landsleiki á bakinu því á móti eru þessir strákar með mikinn metnað. Það er jákvætt að vera með marga unga menn en auðvitað væri betra að vera með reynslumeiri kjarna í liðinu. Þetta eru bestu leikmennirnir okkar í dag og við látum reyna á þá," sagði Lars sem valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið þrátt fyrir að Eiður sé byrjaður að spila aftur „Ég talaði við Eið Smára þegar hann var meiddur og hann talaði þá um að vilja koma til baka í landsliðið sem fyrst. Ég hef ekki talað við hann síðan að byrjaði að spila en ætla að reyna að koma á fundi með honum til þess að sjá hvernig hann sér fyrir sér framhaldið. Það er betra fyrir hann að mínu mati að ná heilu undirbúningstímabili áður en hann kemur aftur inn í landsliðið," sagði Lars. „Ef við horfum á FIFA-listann þá ættum við kannski að mæta veikari þjóðum sem við eigum meiri möguleika á að vinna og hækka okkur á FIFA-listanum. Að mínu mati fer þessi FIFA-listi ekki að skipta neinu máli fyrir okkur fyrr en eftir tvö ár þegar að það kemur að drættinum fyrir næstu undankeppni . Það er mikilvægara fyrir okkur í dag að fá erfiða leiki og láta aðeins reyna á liðið á móti sterkari þjóðum," sagði Lars. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi. „Ef við horfum til baka á leikina við Japan og Svartfjallaland þá eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá liðið gera betur og einkum þegar við erum að byggja upp sóknirnar. Við vorum að tapa boltunum of mikið og við þurfum líka að gera betur þegar við vinnum boltann. Ég var í heildina nokkuð sáttur með varnarleikinn en við þurfum að gera betur þegar við erum með boltann," sagði Lars Lagerbäck. „Þetta er nokkuð ungur og reynslulítill hópur ef við miðum við það hvernig landslið eru vanaleg uppbyggð. Ef við tökum leikmann eins og Kolbein þá hefur hann þegar náð sér í mikla reynslu. Ég óttast það ekki að leikmennirnir eru ungir og með fáa landsleiki á bakinu því á móti eru þessir strákar með mikinn metnað. Það er jákvætt að vera með marga unga menn en auðvitað væri betra að vera með reynslumeiri kjarna í liðinu. Þetta eru bestu leikmennirnir okkar í dag og við látum reyna á þá," sagði Lars sem valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið þrátt fyrir að Eiður sé byrjaður að spila aftur „Ég talaði við Eið Smára þegar hann var meiddur og hann talaði þá um að vilja koma til baka í landsliðið sem fyrst. Ég hef ekki talað við hann síðan að byrjaði að spila en ætla að reyna að koma á fundi með honum til þess að sjá hvernig hann sér fyrir sér framhaldið. Það er betra fyrir hann að mínu mati að ná heilu undirbúningstímabili áður en hann kemur aftur inn í landsliðið," sagði Lars. „Ef við horfum á FIFA-listann þá ættum við kannski að mæta veikari þjóðum sem við eigum meiri möguleika á að vinna og hækka okkur á FIFA-listanum. Að mínu mati fer þessi FIFA-listi ekki að skipta neinu máli fyrir okkur fyrr en eftir tvö ár þegar að það kemur að drættinum fyrir næstu undankeppni . Það er mikilvægara fyrir okkur í dag að fá erfiða leiki og láta aðeins reyna á liðið á móti sterkari þjóðum," sagði Lars. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira