Framtíð landsliðsins björt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2012 06:00 Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari og Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundinum í gær. Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær vegna næstu leikja Íslands í undankeppni HM 2014. Ísland mætir Albönum ytra á föstudaginn næstkomandi og tekur svo á móti Sviss þriðjudaginn 16. október. Ísland byrjaði undankeppnina með því að vinna Noreg 2-0 en tapa svo 1-0 fyrir Kýpverjum ytra. Lagerbäck lofaði frammistöðu Íslands í fyrri leiknum en sagði að úrslitin gegn Kýpur hefðu valdið sér vonbrigðum. „Líklega vorum við of metnaðarfullir í varnarleik okkar," sagði hann. „Það er eitthvað sem skrifast á mína ábyrgð og er það undir mér komið að laga það fyrir næsta leik, en ég veit af reynslu minni með sænska landsliðinu hversu erfitt það er að fara til Albaníu og spila þar." Lagerbäck tilkynnti landsliðshópinn sinn fyrr í vikunni. Aron Jóhannsson, AGF, var eini nýliðinn en Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves, var ekki í hópnum. „Í stuttu máli vill Björn einbeita sér að Wolves. Hann vill frekar æfa þar og vera 100 prósent einbeittur að sínu félagsliði. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá um það. Við munum sjá til um framhaldið en það er ljóst að við verðum áfram í sambandi við hann og athugum síðar hvort hann vilji koma aftur í landsliðið," sagði Lagerbäck sem sagðist einnig sakna hins meidda Kolbeins Sigþórssonar mikið. „Hann hefur nú verið hjá mér í þremur leikjum og miðað við það sem ég hef séð tel ég að hann hafi fulla burði til að verða einn allra besti sóknarmaður Evrópu. Árangur hans með landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, er ótrúlegur." Hann nýtti einnig tækifærið til að benda á nokkrar staðreyndir um hversu ungt og efnilegt landslið Íslendingar eiga. „Meðalaldur er í kringum 26 ár sem er nokkuð ungt í landsliðum. Þá hafa leikmenn spilað að meðaltali aðeins 17,8 landsleiki sem er verulega lítið," segir hann. „Ég vona að ég lifi í nokkur ár í viðbót til að geta fylgst með íslenska landsliðinu. Framtíðin er mjög björt." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær vegna næstu leikja Íslands í undankeppni HM 2014. Ísland mætir Albönum ytra á föstudaginn næstkomandi og tekur svo á móti Sviss þriðjudaginn 16. október. Ísland byrjaði undankeppnina með því að vinna Noreg 2-0 en tapa svo 1-0 fyrir Kýpverjum ytra. Lagerbäck lofaði frammistöðu Íslands í fyrri leiknum en sagði að úrslitin gegn Kýpur hefðu valdið sér vonbrigðum. „Líklega vorum við of metnaðarfullir í varnarleik okkar," sagði hann. „Það er eitthvað sem skrifast á mína ábyrgð og er það undir mér komið að laga það fyrir næsta leik, en ég veit af reynslu minni með sænska landsliðinu hversu erfitt það er að fara til Albaníu og spila þar." Lagerbäck tilkynnti landsliðshópinn sinn fyrr í vikunni. Aron Jóhannsson, AGF, var eini nýliðinn en Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves, var ekki í hópnum. „Í stuttu máli vill Björn einbeita sér að Wolves. Hann vill frekar æfa þar og vera 100 prósent einbeittur að sínu félagsliði. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá um það. Við munum sjá til um framhaldið en það er ljóst að við verðum áfram í sambandi við hann og athugum síðar hvort hann vilji koma aftur í landsliðið," sagði Lagerbäck sem sagðist einnig sakna hins meidda Kolbeins Sigþórssonar mikið. „Hann hefur nú verið hjá mér í þremur leikjum og miðað við það sem ég hef séð tel ég að hann hafi fulla burði til að verða einn allra besti sóknarmaður Evrópu. Árangur hans með landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, er ótrúlegur." Hann nýtti einnig tækifærið til að benda á nokkrar staðreyndir um hversu ungt og efnilegt landslið Íslendingar eiga. „Meðalaldur er í kringum 26 ár sem er nokkuð ungt í landsliðum. Þá hafa leikmenn spilað að meðaltali aðeins 17,8 landsleiki sem er verulega lítið," segir hann. „Ég vona að ég lifi í nokkur ár í viðbót til að geta fylgst með íslenska landsliðinu. Framtíðin er mjög björt."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira