Rússar segja NATO ofmeta hættuna 5. desember 2012 07:00 Jákvæður Þótt Sergei Lavrov væri gagnrýninn á NATO að vanda var mál manna á utanríkisráðherrafundinum að jákvæðari tónn hefði verið í ráðherranum en búizt var við og ágætur andi í samskiptum NATO og Rússlands sem stendur. nordicphotos/afp Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að setja upp Patriot-loftvarnaflaugakerfi í Suður-Tyrklandi til að verjast hugsanlegum eldflaugaárásum frá Sýrlandi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði með NATO-ráðherrunum fyrr um daginn og sagði að þeim fundi loknum að Rússar teldu NATO ofmeta hættuna á hugsanlegri eldflauga- og jafnvel efnavopnaárás. Eldflaugarnar væru óþarfar. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, undirstrikaði enn og aftur að Patriot-flaugarnar væru eingöngu varnarviðbúnaður og NATO hygðist ekki blanda sér í átökin í Sýrlandi, til dæmis með því að setja á flugbann yfir hluta landsins, eins og sýrlenzkir uppreisnarmenn hafa kallað eftir. Þetta hefðu hann og utanríkisráðherrarnir farið rækilega yfir með rússneska starfsbróður þeirra. Lavrov hafði þó sínar efasemdir er hann ræddi við blaðamenn eftir fundinn. Hann sagði að NATO-ráðherrarnir hefðu undirstrikað að „Sýrland væri ekki Líbía“ og Rússar vonuðust til að NATO dytti ekki í hug að skipta sér af átökunum í Sýrlandi. Hann sagði Rússa ekki gera athugasemd við það út af fyrir sig að NATO gripi til ráðstafana til að verja landsvæði Tyrklands. „Við vekjum bara athygli á því að menn eiga ekki að ofmeta hættuna,“ sagði Lavrov. „Við bendum líka á að ef menn safna að sér vopnum eykst hættan á að þau verði notuð.“ Hann sagði að það væri rétt að sýrlenzkt stórskotalið hefði skotið sprengjum yfir landamæri Tyrklands, en það væri mat Rússa að það hefði verið óvart. Hann sagði sömuleiðis að rússnesk stjórnvöld, sem áfram eru í góðu sambandi við stjórn Assads forseta í Sýrlandi, hefðu boðizt til að koma á beinum samskiptum milli NATO og Sýrlandsstjórnar til að forðast misskilning. Undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Sýrlandsstjórn sé að færa efnavopnabirgðir sínar á milli staða. Það hefur ýtt undir áhyggjur af því að stjórn Assads hyggist nota vopnin. Lavrov sagði þetta vera óstaðfestan orðróm; Rússar hefðu ágætar upplýsingar um að engir slíkir flutningar hefðu átt sér stað. olafur@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sjá meira
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að setja upp Patriot-loftvarnaflaugakerfi í Suður-Tyrklandi til að verjast hugsanlegum eldflaugaárásum frá Sýrlandi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði með NATO-ráðherrunum fyrr um daginn og sagði að þeim fundi loknum að Rússar teldu NATO ofmeta hættuna á hugsanlegri eldflauga- og jafnvel efnavopnaárás. Eldflaugarnar væru óþarfar. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, undirstrikaði enn og aftur að Patriot-flaugarnar væru eingöngu varnarviðbúnaður og NATO hygðist ekki blanda sér í átökin í Sýrlandi, til dæmis með því að setja á flugbann yfir hluta landsins, eins og sýrlenzkir uppreisnarmenn hafa kallað eftir. Þetta hefðu hann og utanríkisráðherrarnir farið rækilega yfir með rússneska starfsbróður þeirra. Lavrov hafði þó sínar efasemdir er hann ræddi við blaðamenn eftir fundinn. Hann sagði að NATO-ráðherrarnir hefðu undirstrikað að „Sýrland væri ekki Líbía“ og Rússar vonuðust til að NATO dytti ekki í hug að skipta sér af átökunum í Sýrlandi. Hann sagði Rússa ekki gera athugasemd við það út af fyrir sig að NATO gripi til ráðstafana til að verja landsvæði Tyrklands. „Við vekjum bara athygli á því að menn eiga ekki að ofmeta hættuna,“ sagði Lavrov. „Við bendum líka á að ef menn safna að sér vopnum eykst hættan á að þau verði notuð.“ Hann sagði að það væri rétt að sýrlenzkt stórskotalið hefði skotið sprengjum yfir landamæri Tyrklands, en það væri mat Rússa að það hefði verið óvart. Hann sagði sömuleiðis að rússnesk stjórnvöld, sem áfram eru í góðu sambandi við stjórn Assads forseta í Sýrlandi, hefðu boðizt til að koma á beinum samskiptum milli NATO og Sýrlandsstjórnar til að forðast misskilning. Undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Sýrlandsstjórn sé að færa efnavopnabirgðir sínar á milli staða. Það hefur ýtt undir áhyggjur af því að stjórn Assads hyggist nota vopnin. Lavrov sagði þetta vera óstaðfestan orðróm; Rússar hefðu ágætar upplýsingar um að engir slíkir flutningar hefðu átt sér stað. olafur@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sjá meira