Rússar segja NATO ofmeta hættuna 5. desember 2012 07:00 Jákvæður Þótt Sergei Lavrov væri gagnrýninn á NATO að vanda var mál manna á utanríkisráðherrafundinum að jákvæðari tónn hefði verið í ráðherranum en búizt var við og ágætur andi í samskiptum NATO og Rússlands sem stendur. nordicphotos/afp Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að setja upp Patriot-loftvarnaflaugakerfi í Suður-Tyrklandi til að verjast hugsanlegum eldflaugaárásum frá Sýrlandi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði með NATO-ráðherrunum fyrr um daginn og sagði að þeim fundi loknum að Rússar teldu NATO ofmeta hættuna á hugsanlegri eldflauga- og jafnvel efnavopnaárás. Eldflaugarnar væru óþarfar. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, undirstrikaði enn og aftur að Patriot-flaugarnar væru eingöngu varnarviðbúnaður og NATO hygðist ekki blanda sér í átökin í Sýrlandi, til dæmis með því að setja á flugbann yfir hluta landsins, eins og sýrlenzkir uppreisnarmenn hafa kallað eftir. Þetta hefðu hann og utanríkisráðherrarnir farið rækilega yfir með rússneska starfsbróður þeirra. Lavrov hafði þó sínar efasemdir er hann ræddi við blaðamenn eftir fundinn. Hann sagði að NATO-ráðherrarnir hefðu undirstrikað að „Sýrland væri ekki Líbía“ og Rússar vonuðust til að NATO dytti ekki í hug að skipta sér af átökunum í Sýrlandi. Hann sagði Rússa ekki gera athugasemd við það út af fyrir sig að NATO gripi til ráðstafana til að verja landsvæði Tyrklands. „Við vekjum bara athygli á því að menn eiga ekki að ofmeta hættuna,“ sagði Lavrov. „Við bendum líka á að ef menn safna að sér vopnum eykst hættan á að þau verði notuð.“ Hann sagði að það væri rétt að sýrlenzkt stórskotalið hefði skotið sprengjum yfir landamæri Tyrklands, en það væri mat Rússa að það hefði verið óvart. Hann sagði sömuleiðis að rússnesk stjórnvöld, sem áfram eru í góðu sambandi við stjórn Assads forseta í Sýrlandi, hefðu boðizt til að koma á beinum samskiptum milli NATO og Sýrlandsstjórnar til að forðast misskilning. Undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Sýrlandsstjórn sé að færa efnavopnabirgðir sínar á milli staða. Það hefur ýtt undir áhyggjur af því að stjórn Assads hyggist nota vopnin. Lavrov sagði þetta vera óstaðfestan orðróm; Rússar hefðu ágætar upplýsingar um að engir slíkir flutningar hefðu átt sér stað. olafur@frettabladid.is Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að setja upp Patriot-loftvarnaflaugakerfi í Suður-Tyrklandi til að verjast hugsanlegum eldflaugaárásum frá Sýrlandi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði með NATO-ráðherrunum fyrr um daginn og sagði að þeim fundi loknum að Rússar teldu NATO ofmeta hættuna á hugsanlegri eldflauga- og jafnvel efnavopnaárás. Eldflaugarnar væru óþarfar. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, undirstrikaði enn og aftur að Patriot-flaugarnar væru eingöngu varnarviðbúnaður og NATO hygðist ekki blanda sér í átökin í Sýrlandi, til dæmis með því að setja á flugbann yfir hluta landsins, eins og sýrlenzkir uppreisnarmenn hafa kallað eftir. Þetta hefðu hann og utanríkisráðherrarnir farið rækilega yfir með rússneska starfsbróður þeirra. Lavrov hafði þó sínar efasemdir er hann ræddi við blaðamenn eftir fundinn. Hann sagði að NATO-ráðherrarnir hefðu undirstrikað að „Sýrland væri ekki Líbía“ og Rússar vonuðust til að NATO dytti ekki í hug að skipta sér af átökunum í Sýrlandi. Hann sagði Rússa ekki gera athugasemd við það út af fyrir sig að NATO gripi til ráðstafana til að verja landsvæði Tyrklands. „Við vekjum bara athygli á því að menn eiga ekki að ofmeta hættuna,“ sagði Lavrov. „Við bendum líka á að ef menn safna að sér vopnum eykst hættan á að þau verði notuð.“ Hann sagði að það væri rétt að sýrlenzkt stórskotalið hefði skotið sprengjum yfir landamæri Tyrklands, en það væri mat Rússa að það hefði verið óvart. Hann sagði sömuleiðis að rússnesk stjórnvöld, sem áfram eru í góðu sambandi við stjórn Assads forseta í Sýrlandi, hefðu boðizt til að koma á beinum samskiptum milli NATO og Sýrlandsstjórnar til að forðast misskilning. Undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Sýrlandsstjórn sé að færa efnavopnabirgðir sínar á milli staða. Það hefur ýtt undir áhyggjur af því að stjórn Assads hyggist nota vopnin. Lavrov sagði þetta vera óstaðfestan orðróm; Rússar hefðu ágætar upplýsingar um að engir slíkir flutningar hefðu átt sér stað. olafur@frettabladid.is
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira