Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti.
Samkvæmt frétt breska dagblaðsins Telegraph hefur Villas-Boas óskað eftir því að eigandi félagsins, Rússinn Roman Abramovic, gefi út stuðningsyfirlýsingu.
Blaðamannafundir Chelsea fyrir leikinn gegn Napólí hafa að mestu snúist um framtíð Villas-Boas hjá félaginu. Fréttamenn hafa spurt um fátt annað. „Ég nýt trausts hjá eiganda félagsins og ég er hér til þess að sinna starfi mínu. Á þessu ári og tvö ár til viðbótar," sagði Villas-Boas m.a. á fréttamannafundi.
Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea

Mest lesið






Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn

Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn


Starf Amorims öruggt
Enski boltinn
