Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss í undankeppni HM út af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ.
Tveir sóknarmenn hafa því þurft að boða forföll því Aron Jóhannsson verður ekki með heldur eftir að hann meiddist í dönsku úrvalsdeildinni. Þá má ekki gleyma því að Kolbeinn Sigþórsson verður einnig frá vegna meiðsla.
Gunnar Heiðar hefur leikið vel með liði Norrköping og er á meðal markahæstu leikmanna sænsku deildarinnar með 13 mörk í 25 leikjum. Hann á að baki 23 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 5 mörk.
Sóknarmennirnir okkar detta út hver á fætur öðrum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst
Fótbolti




Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti