Margét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið þegar liðið vann 10-0 sigur í Búlgaríu í dag. Margrét Lára er þar með búin að skora 66 mörk í 82 landsleikjum.
„Þetta er frábært og sýnir það bara að við vorum allar stemmdar og tilbúnar í leikinn. Við erum rosalega einbeittar á það sem við erum að gera. Við ætlum okkur áfram og að vinna þennan riðil. Hver einasti leikmaður í liðinu sýndi það í dag, hvort sem hann kom inn á eða byrjaði leikinn. Það stóðu sig allar frábærlega vel," sagði Margrét Lára.
„Við vorum með þægilega stöðu í hálfleik, 3-0 yfir. Við ætluðum bara að keyra á þær og keyra yfir þær í seinni hálfleiknum enda í miklu betra formi en Búlgarirnir. Við létum það ekki hafa áhrif á okkur að við værum að spila í 35 stiga hita heldur héldum út leikinn. Við erum að skora reglulega allan seinni hálfleikinn," sagði Margrét Lára.
„Við gátum leyft okkur það að skipta þeim út sem voru á spjaldi. Við þurfum á okkar allra sterkustu leikmönnum að halda í haust og erum rosalega sáttar með það að það fékk enginn gult spjald sem mátti ekki fá gult spjald. Við getum því allar verið klárar í haust," sagði Margrét Lára en lokaleikir íslenska liðsins er á móti Norður-Írlandi og Noregi í september.
Margrét Lára: Við ætlum okkur að vinna þennan riðil
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
