Erlent

Elísabet skoðar gullið

Bankastjórarnir útskýrðu orsakir kreppunnar fyrir drottningu sinni.
Bankastjórarnir útskýrðu orsakir kreppunnar fyrir drottningu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Elísabet Bretadrottning og Filippus maður hennar fengu að skoða gullforða breska seðlabankans í gær, djúpt í neðanjarðarhirslum bankans.

Árið 2008 spurði Elísabet breska hagfræðinga um orsakir kreppunnar miklu, sem þá var nýskollin á, og í gær fékk hún hjá yfirmönnum bankans þau svör að ástæðurnar væru þrjár: Kreppur væru illfyrirsjáanlegar, rétt eins og jarðskjálftar, almennt andvaraleysi hefði valdið því að menn töldu ekki þörf á ströngu eftirliti, auk þess sem fólk hefði ekki áttað sig á hversu samofið alþjóðlega fjármálakerfið hefði verið. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×