Erlent

Bretar trúa á Stjörnustríð

edi-riddarar virðast eiga upp á pallborðið hjá mörgum Bretum ef marka má skráningu í trúfélagshópa í landinu.
edi-riddarar virðast eiga upp á pallborðið hjá mörgum Bretum ef marka má skráningu í trúfélagshópa í landinu.
Jedi-riddarar eru fjölmennasti trúflokkurinn í Englandi og Wales í flokki „annarra trúarbragða“. Yfir 240 þúsund manns eru skráðir í slíka óskilgreinda trúflokka og eru Jedi-riddarar þar af um 175 þúsund, eða um 72 prósent af heildarfjöldanum.

Í Guardian kemur fram að aðrir fjölmennir hópar í löndunum tveimur eru heiðingjar, spíritistar, efasemdafólk og trúleysingjar.

Konfúsíusarhyggja, indíánatrú frá Norður-Ameríku og realismi eiga hins vegar á brattann að sækja og eru meðal fámennustu trúarbragðahópa á lista Guardian. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×