Erlent

Park er fyrsti kvenforseti Suður Kóreu

Park Geun-Hye sigraði í forsetakosningum í Suður Kóreu og verður því fyrsti kvenforseti landsins. Hún er ekki ókunnug forsetahöllinni því hún er dóttir fyrrum einræðisherra Suður Kóreu.

Park bauð sig fram fyrir Íhaldsflokksinn og naut stuðnings fráfarandi forseta. Efnahagmálin voru stærsta kosningamálið. Í kosningabaráttu sinni lagði Park áherslu á atvinnumál og umbætur á velferðarkerfi landsins.

Þá ætlar hún að draga úr misskiptingu auðs í Suður Kóreu og reyna að bæta samskiptin við Norður Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×