Erlent

Þjóðaratkvæði um sjálfstæði Katalóníu árið 2014

Samkomulag hefur náðst um að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu héraðs á Spáni verði haldin árið 2014.

Miðjuhægribandalag Artur Mas forsætisráðherra Katalóníu og Vinstri Lýðveldsflokkurinn hafa samið um málið. Jafnframt mun samkomulagið tryggja að flokkur Mas verður áfram við völd þrátt fyrir að hafa tapað 12 þingmönnum í síðustu kosningum.

Vinstri Lýðveldisflokkurinn mun tryggja minnihlutastjórn Mas meirihluta á þinginu í þeim málum sem samkomulagið nær til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×