Erlent

Fallhlífastökkvari lá látinn á akri í sjö daga

Fallhlífastökkvari fannst fyrir tilviljun látinn á akri í Hollandi eftir að hafa hrapað þar til dauða fyrir viku síðan.

Fallhlífastökkvarinn, Mark van der Boogaard var einfari að því er segir í frétt á BBC um málið og því hafði enginn saknað hans þennan tíma eða tilkynnt lögreglu að hann væri horfinn.

Fallhlífastökksklúbburinn sem hann var meðlimur í tilkynnti ekki heldur að hann hafi ekki snúið til baka frá síðasta stökki sínu þar sem slíkt var ekki venjan í klúbbnum, enda allur gangur á því hvort menn kæmu í klúbbinn eftir stökk eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×