Erlent

Kimura er eini karlmaðurinn á lífi sem fæddur er fyrir árið 1900

Japaninn Jiroemon Kimura er elsti lifandi jarðarbúinn í dag, 115 ára að aldri. Hann er jafnframt eini karlmaðurinn sem enn er á lífi sem er fæddur fyrir árið 1900 og hefur því lifað á þremur öldum.

Kimura fæddist í Kyoto árið 1897. Hann á sjálfur sjö börn og þar af eru fimm enn á lífi. Í lok þessa mánaðar verður Kimura elsti karlmaðurinn í sögunni, það er svo framarlega sem hann lifir fram að áramótum.

Það var Bandaríkjamaðurinn Christian Mortensen sem áður varð elsti karlmaður í heimi en hann lést í apríl 1998 þá einnig 115 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×