Erlent

Gífurlegar öryggisráðstafanir í Osló vegna friðarverðlauna

Gífurlegar öryggisráðstafanir eru í kringum ráðhúsið í miðborg Oslóar vegna veitingu friðarverðlauna Nóbels í ráðhúsinu nú í hádeginu.

Öllum götum sem liggja að ráðhúsinu hefur verið lokað og hundruð lögreglumanna gæta þess að ekki komi til ófriðar við veitingu verðlaunanna eins og margir búast við að verði. Þá er allt flug einkaflugvéla bannað yfir Osló.

Áður hafði vegabréfaeftirlit verið sett upp tímabundið gagnvart íbúum á Schengen svæðinu og landamæraeftirlit hert.

Það er Evrópusambandið sem hlýtur friðarverðlaunin í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×