Erlent

Indverjar settu heimsmet í fjöldasöng

Yfir 100.000 Indverjar komu saman í borginni Kanpur í gærdag til að syngja þjóðsöng landsins. Með þessu komust þeir í heimsmetabók Guinness fyrir mesta fjölda fólks sem syngur þjóðsöng sinn í einu.

Fyrra met var sett í Pakistan þegar rúmlega 44.000 manns sungu saman þjóðsöng sinn í borginni Lahore í október s.l.

Fulltrúar frá heimsmetabók Guinness voru viðstaddir sönginn í Kanpur og reiknað er með að heimsmetið verði staðfest af þeim í vikulokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×