Erlent

Ríkisstjórn Möltu fallin

Ríkisstjórn Möltu féll í gærkvöldi þegar þingið felldi fjárlagafrumvarp hennar fyrir næsta ár.

Ríkisstjórnin sem var undir forystu Lawrence Gonzi komst til valda í kosningunum 2008 en með mjög naumum meirihluta. Sá meirihluti brast í gærkvöld þegar einn þingmanna stjórnarinnar neitaði að styðja fjárlagafrumvarpið.

Ástæðan fyrir því að þessi þingmaður gekk af skaftinu var óánægja hans með að stjórnin hafði leyft þýsku fyrirtæki að taka yfir rekstur á rútubílaþjónustu hins opinbera á eyjunni.

Efnt verður til kosninga í mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×