Erlent

Asía verður öflugri en Bandaríkin og Evrópa samanlagt

Í nýrri skýrslu á vegum Leyniþjónusturáðs Bandaríkjanna kemur fram að Asía verði orðin stærra heimsveldi en Bandaríkin og Evrópa samanlagt eftir tvo áratugi eða í kringum árið 2030.

Leyniþjónusturáðið gefur út skýrslu sem þessa á fjögurra ára fresti. Þar kemur fram að Kína muni taka við stöðu Bandaríkjanna sem mesta efnahagsveldi heimsins að þessum tíma liðnum.

Þá er einnig varað við því að lífskjör meðal vestrænna þjóða og annarra þróaðra þjóða muni stöðugt versna vegna þess hve hátt hlutfall eftirlaunaþega sé til staðar í þeim og að það hlutfall aukist stöðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×