Erlent

Mandela með lungnasýkingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nelson Mandela er á sjúkrahúsi.
Nelson Mandela er á sjúkrahúsi. Mynd/ AFP.
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, er með sýkingu í lungum. Mandela, sem er orðinn 94 ára, var ekið með sjúkrabíl á Pretoria spítalann á laugardag. Mac Maharaj, talsmaður forsetaskrifstofunnar, segir að niðurstöður rannsókna hafi leitt til þess að sýking í lungum hefði tekið sig upp aftur. Honum hefði verið veitt meðferð og hann svaraði henni vel.

Nelson Mandela varð árið 1993 fyrstur þeldökkra manna til að verða kjörinn forseti Suður Afríku. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×