Erlent

Velheppnað geimskot hjá Norður Kóreumönnum

Norður-Kóreumönnum tókst að koma gervihnetti á braut um jörð með langdrægri eldflaug sem skotið var á loft í nótt. Bandaríkjamenn hafa staðfest að eldflaugaskotið hafi heppnast.

Eldflauginni var skotið á loft þrátt fyrir að Norður Kóreumönnum hafi verið hótað ýmsum refsingum vegna þess.

Stjórnvöld í Japan og Suður Kóreu hafa fordæmt eldflaugaskotið og boðað hefur verið til fundar í Öryggisráði Sameinuði þjóðanna í dag til að ræða þetta mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×