Erlent

Tóku Of Monsters and Men í vinsælum söngvaþætti

Það er löngu orðið ljóst að hljómsveitin Of Monsters and Men hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Í undanúrslitaþætti söngvaþáttarins The Voice syngja keppendurnir sem eru eftir lagið Little Talks með íslensku hljómsveitinni.

Þátturinn er gífurlega vinsæll í Bandaríkjunum, en hann er í anda American Idol og X Factor, sem hafa notið gríðarlegra vinsælda hér á Íslandi síðustu ár. Dómarar í þættinum eru söngdívan Christina Agulera, rapparinn CeeLo Green, Adam Levine úr hljómsveitinni Maroon 5 og Blake Shelton vinsælasti kántrísöngvari Bandaríkjanna.

Þrír keppendur eru eftir í þættinum, þau Terry McDermott, Cassadee Pope og Nicholas David.

Þátturinn The Voice er sýndur á Skjá einum, en þátturinn sem parið tekur Little Talks verður sýndur á föstudag.

Hægt er að sjá þau Terry og Cassadee taka lagið í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×