Erlent

Járnbrautastöðin í Kaupmannahöfn rýmd eftir hugsanlega sprengju

Hovedbanegård í Köben.
Hovedbanegård í Köben.
Aðaljárnbrautastöðin í Kaupmannahöfn, Hovebanen, hefur verið rýmd eftir að dularfullur pakki fannst þar nú fyrir stundu. Allar lestarsamgöngur í borginni liggja nú niðri.

Heiða Liljudóttur, sem stödd er í Kaupmannahöfn, segir í samtali við fréttastofu að lestin sem hún hafi verið í, hafi skyndilega stoppað. „Ég veit ekki einu sinni hvar við erum núna, það var öllum bara hent út og sagt að Hovebanen væri lokuð."

Samkvæmt vef Politiken er verið að rannsaka þennan grunsamlega pakka, en í honum gæti verið sprengja.

Í gær var Strikið rýmt eftir að grunsamleg ferðataska fannst við Ráðhústorgið. Taskan reyndist vera tóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×