Erlent

Vefsíða Tate safnsins hrundi vegna vinsælda Kraftwerk

Vefsíða Tate safnsins í London hrundi í gærmorgun þegar byrjað var að selja miða á röð tónleika með þýsku tæknipoppsveitinni Kraftwerk.

Þá hrundi símakerfi safnsins einnig þegar aðdáendur Kraftwerk reyndu að panta sér miða í gegnum síma eftir að vefsíðan sló út. Eftir að vefsíðan og símakerfið komust í lag tók það örskamma stund að selja alla miðana á átta tónleika sem Kraftwerk heldur í Turbine sal safnsins.

Á hverjum af þessum tónleikum mun Kraftwerk spila eina af þeim átta plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×