Erlent

Litvinenko var njósnari á mála hjá MI6

Í nýrri skýrslu breskra yfirvalda um morðið á fyrrum KGB njósnaranum Alexander Litvinenko kemur fram að Rússinn var starfsmaður bresku leyniþjónustunnar M16.

Þrálátur orðrómur var um slíkt þegar morðið var framið en hann hefur nú verið staðfestur. Litvinenko var einnig í þjónustu spænsku leyniþjónustunnar og raunar á leið Spánar að rannsaka rússnesku mafíuna þar þegar hann var myrtur.

Morðið var fram með hinu geislavirka og bráðdrepandi efni polonium árið 2006. Tveir fyrrum KGB menn eru grunaðir um morðið en þeir hafa ekki fengist framseldir frá Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×