Erlent

Ásakanir um kosningasvindl í Egyptalandi

BBI skrifar
Atkvæði talin í Egyptalandi.
Atkvæði talin í Egyptalandi. Mynd/AFP
Ásakanir um kosningasvindl í atkvæðagreiðslu gærdagsins í Egyptalandi eru þegar komnar fram. Bræðralag múslima lýsir yfir sigri og segir stjórnarskrárdrögin hafa verið samþykkt en andstæðingar þeirra saka Bræðralagið um kosningasvindl.

Kosið var um drög að stjórnarskrá í 10 héröðum af 27 í Egyptalandi. Síðari hluti atkvæðagreiðslunnar fer fram um næstu helgi.

Samkvæmt fyrstu tölum, sem ekki eru staðfestar, virðast rúm 56% kjósenda styðja stjórnarskrána meðan 33% höfnuðu henni. Þessar tölur sem Bræðralag Múslima birti byggja á 99% allra atkvæða sem greidd voru.

Andstæðingarnir segja hins vegar að 66% hafi sagt nei við drögunum og að þeir hefðu orðið varir við kosningasvindl af fordæmalausri stærðargráðu. Bent var á 750 einstök tilvik sem meðal annars tengdust óstimpluðum atkvæðum, atkvæðum frá látnu fólki og skorti á eftirlitsaðilum á kjörstöðum.

Þetta kemur fram á fréttavef The Guardian.


Tengdar fréttir

Átök brutust út milli fylkinga

Andstæðingar Mohammeds Morsi forseta áttu í átökum í gær við íslamista sem styðja forsetann, daginn áður en gengið er til atkvæða um nýja stjórnarskrá. Sumir íslamistanna sveifluðu sverðum en andstæðingar forsetans köstuðu grjóti. Kveikt var í að minnsta kosti tveimur bifreiðum.

Atkvæðagreiðslan hafin

Egyptar ganga í dag til atkvæða um nýja stjórnarskrá landsins en gríðarleg öryggisgæsla er á kjörstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×