Erlent

Fimmtíu ára aldursmunur á Berlusconi og nýju unnustunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Silvio Berlusconi á nýja unnustu.
Silvio Berlusconi á nýja unnustu. Mynd/ AFP.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í dag að hann hefði trúlofast ástkonu sinni, hinni 27 ára gömlu Francesca Pascale. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað ungfrúin er 50 árum yngri en Berlusconi.

„Loksins hefur aðeins dregið úr einmanakennd minni,“ sagði Berlusconi í viðtalinu. „Hún er 27 ára gömul og aðhyllist góð gildi, hún er falleg innra með sér og að ytra útliti," sagði Berlusconi þegar hann lýsti sinni heittelskuðu.

„Hún er mjög náin mér, hún elskar mig mjög mikið og mér líður eins gagnvart henni. Dóttir mín, Marina, kann vel að meta hana og elskar hana líka mjög mikið," sagði hann einnig.

Ítarleg umfjöllun um trúlofunina er á vef Daily Telegraph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×