Erlent

Yfir 60.000 Frakkar studdu hjónabönd samkynhneigðra

Yfir 60.000 manns tóku þátt í kröfugöngu í París í gærkvöldi til að styðja áform franskra stjórnvalda um að leyfa samkynhneigðum að gifta sig.

Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni var Bertrand Delanoe borgarstjóri Parísar en hann er samkynhneigður.

Ákvörðun stjórnvalda um að leyfa samkynhneigð hjónabönd frá og með miðju næsta ári hefur vakið hörð viðbrögð meðal íhaldsmanna og talsmanna kaþólsku kirkjunnar og í síðasta mánuðu efndu þeir til mótmælagöngu gegn samkynhneigðum hjónaböndum þar sem um 100.000 manns tóku þátt.

Skoðanakannanir sýna hinsvegar að um 60% Frakkar eru hlynntir þessum hjónaböndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×