Erlent

Obama: Verðum að gera meira til að vernda börnin okkar

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að landsmenn sínir verði að gera meira til að vernda börnin sín.

Þetta kom fram í ávarpi forsetans á minningarvöku sem haldin var í gærkvöldi í bænum Newton í framhaldi af verstu fjöldamorðum í sögu Bandaríkjanna þar fyrir helgina.

Obama sagði að íbúar Newton væru ekki einir í sorg sinni, allir Bandaríkjamenn finndu til með þeim.

Obama sagði einnig að núverandi ástand yrði ekki þolað og hann lofaði að gera allt sem í hans valdi stæða til að koma böndunum á byssueign almennings í landinu. Harmleikir á borð við fjöldamorðin yrðu að taka enda og allir yrðu að leggjast á eitt í þeim efnum.

Hægt er að sjá ávarp Bandaríkjaforseta í myndbandinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×