Erlent

Gamli valdaflokkurinn vann stórsigur í Japan

Hinn gamli valdaflokkur í Japan, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, vann stórsigur í þingkosningunum sem haldnar voru í Japan um helgina.

Alls vann flokkurinn, ásamt samstarfsflokki sínum, nærri 300 þingsæti eða tvo þriðju þeirra. Fráfarandi stjórnarflokkurinn, Demókratar, galt afhroð í þessum kosningum.

Shinzo Abe leiðtogi Frjálslyndra lýðræðisflokksins segir að með úrslitunum sé mikil ábyrgð lögð á herðar flokksins.

Abe mun reka mun harðari utanríkisstefnu gegn Kína en forveri sinn og hafa kínversk stjórnvöld þegar lýst yfir áhyggjum af þeirri hægri sveiflu sem kosningaúrslitin sýna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×