Erlent

Danskir fjölmiðlar: Heimsendir blásinn af

„Heimsendir blásinn af" var vinsæl fyrirsögn í dönskum fjölmiðlum um helgina. Þar var vitnað í Jesper Nielsen, helsta sérfræðing Dana í menningu Maja.

Nielsen segir að aðeins á tveimur steintöflum frá tímum Majanna sé þess getið að dagatali þeirra ljúki þann 21. desember. Í hvorugu tilvikinu er þess getið að slíkt boði heimsendi.

Nielsen segir því augljóst að Majarnir sjálfir hafi ekki trúað á heimsendi við lok dagatalsins og því sé ástæðulaust fyrir fólk nú dögum að trúa slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×