Erlent

Fundu stólpa úr virkisborg Haraldar blátannar

Fjölmiðlar í Danmörku greina nær allir í morgun frá merkilegum fornleifafundi í Jellinge þar sem áður stóð höll konungsins Haraldar blátannar á tíundu öld.

Þegar tjörn á svæðinu var tæmd komu í ljós fjórir gamlir eikarstólpar. Búið er að efnagreina þá og eru þeir frá tímum Haraldar.

Talið er víst að þessir stólpar hafi tilheyrt virkisborg konungsins en hingað til hafa aðeins fundist holur eftir álíka staura og önnur för eftir virkisborgina.

Virkisborgin var risastór á þess tíma mælikvarða, um þrír metrar á hæð og umlauk svæði á stærð við 20 fótboltavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×