Erlent

Stjórnaði gervihönd með hugsunum sínum

MYND/AFP
Lömuð kona í Bandaríkjunum braut blað í sögu vélfærafræðinnar þegar hún stjórnaði vélrænni hendi með hugsunum sínum.

Hin 53 ára gamla Jan Scheuermann þjáist af taugahörnunarsjúkdómi. Á síðustu árum hefur hún hægt og bítandi misst mátt í útlimum sínum. Í dag er hún svo gott sem lömuð fyrir neðan háls.

Vísindamenn við háskólann í Pittsburgh hafa nú komið Jan til hjálpar. Tilraunir þeirra og rannsóknarniðurstöður voru birtar í bandaríska læknatímaritinu Lancet um helgina.

Þar kemur fram að nýstárleg tækni hafi gert Jan kleift að stjórna vélrænum handlegg með hugsunum sínum.

Tveimur nemum var komið fyrir í heila Jan. Þessir skynjarar nema boð frá heilafrumum Jan í hreyfisvæðum heil hennar og mynda úr þeim skilboð sem stjórna handleggnum.

Vísindamennirnir segja árangurinn marka vatnaskil í þróun vélrænna gervilima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×