Erlent

Hræðslupúkinn Basse Andersen vekur hrifningu

Dagur í lífi Basse Andersen frá Arendal í Noregi er ekkert grín. Afar auðvelt er að bregða Basse og verður hann reglulega fyrir barðinu á hrekkjum vinnufélaga sinna.

Samstarfsmaður Basse vann á dögunum til verðlauna í samkeppni þar sem keppst var um besta bregðu-myndbandið. Norska ríkisútvarpið hefur nú unnið stutt innslag um Basse.

Þó ótrúlegt megi virðast þá er Basse, sem vinnur við prentun og afritun gagna, nokkuð sátt við hlutskipti sitt. Hann fagnar í raun hrekkjabrögðum kollega sinna og nýtur þess að vera skotspónn þeirra.

„Ég gef gaman af glettnum uppátækjum og fólki sem tekur upp á prakkarastrikum," segir Basse í samtali við NRK.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan en þar er bæði rætt við Basse sem og vinnufélaga hans.

MYND/NRK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×