Erlent

Tryggingarnar neituðu að borga vegna kynlífs í vinnuferð

Ástralskur dómstóll hefur dæmt tryggingafélag fyrirtækis skylt að greiða konu miskabætur vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún stundaði kynlíf í vinnuferð.

Konan var stödd í bæ í Bretlandi árið 2007 þegar hún hitti karlmann sem hún snæddi með og svaf svo hjá sama kvöld. Í miðju kynlífinu, á hótelherberginu sem hún leigði, féll ljós úr loftinu og skaðaði hana í andliti.

Konan krafðist þess að fá miskabætur frá fyrirtækinu sem hún vann hjá vegna slyssins, en tryggingafélag fyrirtækisins hafnaði því. Ástæðan var sú að þeim fannst mörkin á milli persónulegra gjörða í vinnuferðum og vinnutengdum full óljós.

Konan vann málið á fyrsta dómstigi en tryggingafélagið áfrýjaði því til millidómstigs. Þar tapaði konan. Að lokum staðfesti efsta dómstigið niðurstöðu þess fyrsta, konan átti rétt á bótum, þar sem gjörðir hennar komu málinu ekkert við, þegar slysið varð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×