Erlent

Mikil umræða um skotvopn í Bandaríkjunum

Mikil umræða á sér stað í Bandaríkjunum þessa dagana um skotvopnalöggjöf landsins í framhaldi af fjöldamorðunum í bænum Newton.

Yfir 160.000 manns hafa skrifað undir áskorun á vefsíðu Hvíta hússins þar sem skorað er á Barack Obama Bandaríkjaforseta að hann beiti sér fyrir löggjöf sem takmarki rétt Bandaríkjamanna til kaupa á skotvopnum.

Þá hafa tveir öldungardeildarþingmenn sagt að nauðsynlegt sé að breyta löggjöfinni. Þessir þingmenn eru þekktir fyrir stuðning sinn við Skotvopnasamband Bandaríkjanna en sá öflugi þrýstihópur hefur hingað til hafnað öllum breytingum á löggjöfinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×