Erlent

Öflugur skýstrokkur veldur usla á Fiji eyjum

Mjög öflugur skýstrokkur gekk yfir Fiji eyjar í gærdag og olli miklu eignatjóni. Hús eyðilögðust og rafmagn fór af stórum hluta eyjanna en ekki hafa borist neinar fréttir um mannskaða af völdum skýstrokksins.

Vindhraðinn í honum mældist 55 metrar á sekúndu eða svipað og í fjórða stigs fellibyl. Þúsundir af Fijibúum sem og ferðamönnum hafast nú við í neyðarskýlum.

Ástandið er verst á vesturhluta eyjanna og hefur BBC eftir einum eyjabúanna að svæðin þar líti út eins og vígvöllur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×