Erlent

Ramses III var skorinn á háls

Nýjar rannsóknir á múmíu egypska farósins Ramses III sýna að hann var myrtur það er skorinn á háls. Þar með er ein ráðgátan í kringum líf þessa faróa leyst.

Þess er getið í heimildum frá árinu 1.155 fyrir Krist að konur í kvennabúri Ramses hafi reynt að myrða hann og var það liður í hallarbyltingu í Egyptalndi á þessum tíma. Það er hinsvegar ekki vitað hvort sú morðtilraun hafi heppnast því aðrar heimildir segja að hann hafi lifað af, að minnsta kosti í einhvern tíma.

Aðrar heimildir segja að synir Ramses hafi reynt að myrða hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×