Erlent

Breskar konur vilja líkama með mjúkum línum

Fyrirsætan og leikkonan Kelly Brooks er með líkama sem flestar breskar konur vilja hafa.
Fyrirsætan og leikkonan Kelly Brooks er með líkama sem flestar breskar konur vilja hafa.
Mikill meirihluti breskra kvenna vill hafa líkamsvöxt sinn með mjúkum línum eða eins og stundarglas með stórum brjóstum og breiðum mjöðmum.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem unnin var á vegum Debenhams. Alls vildu tveir þriðjuhlutar kvennanna vera með slíkan líkamsvöxt en aðeins 6% voru hrifnar af grönnum vexti eins og algengt er meðal tískufyrirsætna.

Fyrirmyndir breskra kvenna eru konur á borð við Kelly Brooks, Kate Winslet og Beyonce. Hinsvegar hafna bresku konurnar ofstórum brjóstum en aðeins 3% þeirra töldu slík brjóst ákjósanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×