Erlent

Skíthræddur við yfirvigtina - klæddi sig í 70 flíkur

Guangzhou Baiyun, alþjóðlegi flugvöllurinn í Kína.
Guangzhou Baiyun, alþjóðlegi flugvöllurinn í Kína.
Einn helsti hausverkur fólks þegar það ferðast til útlanda er þyngdin á ferðatöskunni og reynir fólk hvað sem það getur til að komast hjá yfirvigtinni, sem er yfirleitt í kringum 20 kg.

Það er óhætt að segja að farþegi sem var á leið frá Guangzhou í Kína til Naíróbí í Keníu hafi verið með þetta í huga þegar hann pakkaði í ferðatöskurnar.

Þegar hann fór í gegnum öryggishliðið á flugvellinum gaf það merki um að hann væri með einhvers konar málm á sér. Tollvörðurinn bað hann um að fara úr jakkanum og tæma vasana. Kom þá í ljós að hann var ansi vel klæddur - hann var í 61 skyrtu og í 9 gallabuxum! Og auk þess var hann með vasana fulla af bindum.

Í vasa hans voru batterí sem tækið „pípti" á. Maðurinn viðurkenndi að ástæðan væri til að sleppa við að borga yfirvigt, enda var hann nánast viss um að taskan sín væri of þung.

Ekki fylgir sögunni hvort hann fékk að halda leið sinni áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×