Erlent

Heilbrigðisstarfsmenn myrtir í Pakistan

Frá Karachi í dag.
Frá Karachi í dag. MYND/afp
Fimm konur voru skotnar til bana í borginni Karachi í Pakistan í dag. Konunar voru allar heilbrigðisstarfsmenn og unnu að því að bólusetja börn gegn mænusótt.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en grunur leikur á að talibanar hafi verið þar að verki. Hreyfingin hefur haft í hótunum við bólusetningarátakið sem kostað er af Sameinuðu Þjóðunum.

Forsætisráðherra Pakistan, Raja Pervez Ashraf, hefur fordæmt árásina. Um leið hrósaði hann þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem komið hafa að átakinu.

Rúmlega fimm milljón manns hafa verið bólusett í Pakistan á síðustu dögum. Bólusetningum í Karachi hefur verið slegið á frest vegna voðaverkanna í dag.

Mænusótt, eða lömunarveikir, hefur sótt í sig veðrið í Pakistan á þessu ári. Þá er talið að um 200 börn hafi lamast af völdum sjúkdómsins á síðasta ári og hafa skráð tilfelli ekki verið fleiri í fimmtán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×