Erlent

Rekin fyrir að setja of mikið af súkkulaðispæni á hristinginn

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
McDonald´s í Wales í Bretlandi hefur samið við starfsmann, átján ára stúlku, um bætur upp á 3000 pund, eða rúmlega 600 þúsund krónur, fyrir að hafa rekið hana.

Málið er sérkennilegt að því leytinu til að hún var sökuð um að hafa stolið mat með því að hafa sett of mikið af súkkulaðispæni á súkkulaðihristing. Það var samstarfsmaður stúlkunnar sem keypti hristingin og bað hana sérstaklega um að vera gjafmild á súkkulaðið - sem og hún lét eftir honum.

Þetta gátu yfirmenn McDonald´s ekki sætt sig við og ráku hana í kjölfarið. Stúlkan lét hinsvegar ekki deigan síga, heldur sagði hún sér til varnar, að það væru engar sérstakar reglugerðir um það hversu mikið af súkkulaði mætti setja út á hristinginn.

Eftir að málið fór fyrir dómstóla ákvað skyndibitastaðurinn að semja við hana um miskabætur, 3000 pund varð niðurstaðan, en mánaðarlaun stúlkunnar, áður en hún var rekin, voru rúmlega 700 pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×