Erlent

Obama styður bann við sölu á árásarvopnum

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vill endurvekja löggjöf um bann við árásarvopnum eins og hríðskotabyssum. Lög um slíkt voru sett árið 1994 en afnumin 10 árum síðan þar sem þau þóttu gölluð.

Talsmaður Obama segir að forsetinn styðji ákvörðun öldungardeildarþingmanns um að leggja frumvarp um bann við árásarvopnum fyrir þingið strax á fyrsta starfsdegi þess eftir áramótin.

Jafnframt muni Obama styðja aðra löggjöf sem miðar að því að herða núverandi skotvopnalöggjöf og loka glufum í henni m.a. hvað varðar kaup á skotfærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×